Leita í fréttum mbl.is

ALOE VERA

 cactus.jpg

Það eru til um 200 tegundir af Aloe Vera plöntum í heiminum en sú sem hefur mestu næringar- og lækningaeigileika er Aloe Vera Barbadensis Miller. Þessi planta hefur þykk og safarík blöð og vex best í heitu og þurru loftslagi, hún líkist kaktus en er meðlimur í liljulauksfjölskyldunni íkt og hvítlaukur.

Báðar plönturnar hafa mikla næringar- og lækningaeiginleika. Lækningareiginleikar Aloe Vera plöntunnar hafa verið þekktir frá örófi alda en Alexander mikli notaði Aloe Vera til að græða stríðsmenn sína.

Í Biblíunni er líka talað um notkun Aloe Vera plöntunnar (sálmabók 45:8, Jóhannes 19:39, fjórða Mósesbók 24:6). Meðal Egypta notaði hin fagra Kleópatra plöntuna í fegrunarkrem á meðan hinn Gríski læknir Dislorides notfærði sér hina læknandi eiginleika hennar. Nú á dögum hafa eiginleikar plöntunnar aftur verið uppgötvaðir og hafa rannsóknir á henni leitt lækningarmátt hennar ótvírætt í ljós.

Meðal annars hefur verið uppgötvað að plantan inniheldur hormón sem hraðar uppbygingu nýrra frumna og telja margir að Aloe Vera muni verða vopnið í framtíðinni gegn húðkrabbameini og einnig að jurtin muni gegna mikilvægu hlutverki í að verja ónæmiskerfi húðarinnar.

Aloe Vera örvar starfsemi húðarinnar og bætir rakatap, það fer dýpra en önnur krem og virkar þar af leiðandi fjótt og vel.

Aloe Vera hefur svipaða verkun og sterar en hefur engar hliðarverkanir. Nokkur efnasambönd eru ábyrg fyrir þessari verun en mikilvægt er að Aloe Vera inniheldur ekki kortisón en hefur ensím og önnur frumefni sem vinna vel á sársauka.

Aloe Vera inniheldur einnig kalíum, kalsíum, sink, C- og E-vítamín sem eru miklir hvatar í allri lækningu. Aloe Vera safinn sem unnin er úr blöðum plöntunnar stuðlar að auknum efnaskiptum og eykur orkuframleiðslu eftir því sem líkaminn þarfnast.

Aloe Vera inniheldur ensím sem brjóta niður kolvetni, fitu og prótín í maga og þörmum. Aloe Vera getur brotið niður innilokuð efni í þörmum og inniheldur efnið (uronic acid) sem eyðir eiturefnum inni í frumum.

Aloe Vera inniheldur auk þess kalíum sem bætir og örvar starfsemi lifur og nýru sem eru aðalhreinsunarlíffæri líkamans. Aloe Vera inniheldur 6 virk efni sem vinna gegn bakteríum, sveppum og vírusum. Það þykir sannað að bakteríur eins og salmonella og klasakokkar eyðast við notkun Aloe Vera, þá hefur plantan einnig virkað vel gegn candida svepp.

Aloe Vera reynist vel gegn sveppasýkingum sé það borið beint á sveppinn. Acemodan (alecticmanmosa) er efni sem finnst í Aloe Vera og hefur reynst vel gegn veirusýkingum. Aloe Vera safinn inniheldur 75 tegundir næringarefna: vítamín, steinefni, amínósýrur og ensím. Aloe Vera Barbadensis Miller jurtin er mjög örugg í allri notkun og hefur engar hliðarverkanir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Forever Living Products
Forever Living Products

Sjálfstæðir dreifingaraðilar fyrir Forever Living Product. Undir Færsluflokkar  er ítarleg lýsing á vörunum.

Ef þið hafið áhuga á að panta, bóka kynningu eða fá nánari upplýsingar sendið okkur þá email:

 ringsted@internet.is


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.